Þyrlað upp ryki

Fjölmiðlun

Hafa má umræðuna til marks um, hvort aðferðir í rannsóknablaðamennsku eru teknar gildar. Þegar umræðan snýst meira um aðferðir en uppljóstranir, hefur þjóðfélagið gefið falleinkunn. Það eru alltaf sömu atriðin, sem verða umdeild hér sem annars staðar. Það eru faldar myndavélar, sigling undir fölsku flaggi, nafnlausar heimildir og greiðslur fyrir aðild að fréttum. Margir telja sumar eða allar þessar aðferðir vera í lagi. Samt segja rannsóknir, að þær rýri traust notenda á fjölmiðlum. Þær gefa skúrkum færi á að þyrla upp ryki og beina athygli fólks frá upphaflega umræðuefninu.