Dæmigert fyrir tilgangsleysi stefnumála er, að þau eru síðust rædd á maraþonfundum tilvonandi stjórnarstjóra. Að lokum var stjórnarandstöðunni boðið upp á að gamla fjárlagafrumvarpið Benedikts Jóhannessonar. Hinn kosturinn var, að lagt yrði fram nýtt fjárlagafrumvarp. Maraþonfólkinu var alveg sama, hvor leiðin yrði farin, þau voru búin að skála í freyðivíni og velja sér ráðherrastóla. Stjórnarandstaðan hafnaði auðvitað því afleita frumvarpi, sem hún hafði séð. Ný ríkisstjórn verður því ekki kynnt fyrr en á fimmtudaginn. Hún er mynduð á dularfyllri hátt en fyrri ríkisstjórnir. Mest leyndó ríkisstjórn sögunnar. Þverast um geð er henni gegnsæi.