Enn eru fjölmiðlar að reikna þingmenn á flokka með rangri notkun talna úr könnunum. Aðferðin tekur ekki tillit til óvenjulega margra, sem á einhvern hátt taka ekki afstöðu. Svarhlutfall er 62%, af þeim taka 72% afstöðu. Alls eru það bara 45% kjósenda. Ætla má, að viðhorf hinna séu önnur en þessara, sem hafa ákveðið sig. Þannig er út í hött að reikna tíu þingmenn á nýju flokkana. Samt gerir Ríkisútvarpið svo. Réttara er að segja, að þeir séu enn ekki komnir yfir 5% mörkin. Hafi því ekki enn náð þingmanni inn samkvæmt nýjustu könnun Gallup. Nokkur munur er á tíu þingmönnum og engum þingmanni.