Lagatæknar og lygatæknar útrásarbófa berjast tommu eftir tommu í vörninni. Reyna öll trikkin í bókinni. Mikið er lagt í að tefja málin. Markmiðið er, að dómar falli, þegar fólk er orðið þreytt á að hugsa um hrunið. Lengst gengu tveir, sem sögðu af sér á örlagastundu til að tefja um hálft ár. Fengu makleg málagjöld og missa vonandi réttindin. Í fjölmiðlum æpa fyrirsagnir um, að dómar séu þungir. Markmiðið er, að samfélagið sætti sig við lækkun í Hæstarétti. Tóninn í Al Thani málinu gáfu Vísir og Eyjan, aðrir fylgdu. Smám saman síast aumingjagæzkan inn. Í USA fá svona bófar 23 ár eða ævilangt.