Trúin og pólitíkin

Punktar

Vesturlönd kipptu trúnni fyrir löngu úr pólitíkinni, gerðu ríkið trúlaust. Hér er trúin hluti einkalífs. Kristilegir flokkar hafa lítið fylgi. Öðru máli gegnir um ríki múslima og raunar líka um Ísrael. Þar samtvinnast ríki og trú. Múslimar eiga þar erfitt með að sætta sig við kristna samborgara. Ríkin eru púðurtunnur, sem harðstjórar úr hernum hafa haldið saman. Þegar þeim er velt, nær vestrænt sinnað fólk ekki völdum. Íslamistar komast til valda í kosningum og byrja strax að efla trúna. Við höfum séð þetta í Egyptalandi, Írak, Íran, Sýrlandi, Tyrklandi. Baráttan í ríkjum múslima er milli harðstjóra og klerka.