Með upplýsingum frá þúsundum mælistaða hafa veðurfræðingar staðfest hraðfara hlýnun jarðar. Hún er misjöfn eftir staðháttum, sums staðar hefur kólnað. Líka er staðfest, að veður eru vályndari en áður. Meira er um hamfarir, ofsarok og hvirfilbylji, steypiregn og flóð, rykský og ofurþurrka. Við erum komin inn í vítahring, sem erfitt verður að mæta. Á sama tíma halda flatjörðungar áfram að efast um vísindin, til dæmis hér á landi. Ég sé þá stundum læðast úr felum inn á fésbók. Mestar ógnir stafa þó af siðblindum stjórnendum risafyrirtækja. Þeir reyna ótrauðir að knýja stjórnvöld til meira „frelsis“ til að spilla jörðinni.