Okkur vantar upplýsingar um peningalegar stærðir í borgaralaunum. Hversu há eiga þau að vera og geta orðið? Duga þau þeim sjúklingum, öryrkum og öldruðum, sem ekki geta unnið fyrir aukapeningum? Bætast þau ekki ofan á laun og eykst þá ekki launamunur? Hvernig á að fjármagna það? Verður ekki að færa mikið fé frá stórhækkaðri auðlindarentu til að eiga fyrir kostnaði? Erfitt er að sætta sig við, að borgaralaun lækki tekjubotninn í samfélaginu. En freistandi er, að fólk þurfi ekki fulla vinnu, svo mikið hafa þjóðartekjur aukizt. Allt er þetta flókið dæmi með mikilli óvissu, sem þarf sem fyrst að liggja fyrir í drögum.