Við vorum einfeldningar

Punktar

Kjell Stefan Löfven viðurkennir, að „við vorum einfeldningar“. Forsætisráðherra sænskra krata segir fjölmenningarstefnu Svía hafa brugðizt. Landinu stafi ógn af hryðjuverkum. Auðvelt er að sjá úr fjarlægð, að Svíar eru í stórum vanda. Í Málmey er heilt hverfi, Rosengård, orðið að múslimalandi, þar sem löggan þorir ekki inn. Glæpir og ofbeldi, einkum nauðganir, hafa magnast í hverfinu. Börnin þar læra ekki sænsku í skólum, heldur arabísku. Víðar í Svíþjóð þorir fólk ekki út á kvöldin. Sænski draumurinn leikur á reiðiskjálfi. Er svo illa farinn, að varnir munu koma of seint. Danir munu frekar megna að hala sig upp úr ruglinu.