Víðerni á undanhaldi

Punktar

Ósnortin víðerni Íslands eru á hröðu undanhaldi fyrir trúarofstækismönnum orkuframleiðslu fyrir álver. Ögrandi og áberandi vegir eru farnir að skera sundur hálendið norðan Vatnajökuls. Og nú er röðin komin að alþjóðlega viðurkenndri náttúruperlu, Þjórsárverum. Þar hefur Skipulagsstofnum meira að segja gefið Landsvirkjun stærra lón en hún bað um. Allt þetta landbrot er óafturkræft, því að ekki verður unnt að snúa til baka, þegar koma til sögunnar í framtíðinni stjórnvitringar, sem hafa betri heildarsýn en ógæfumennirnir, er nú ryðjast sem fastast fram gegn ósnortnum víðernum landsins. Eina góða fréttin er, að Gnúpverjar hafa kært atlöguna að Þjórsárverum (Morgunblaðið).