Vika loforðanna

Punktar

Loforð eru vinsæl þessa vikuna. Verzlunareigendur lofa að hækka ekki verð. Ríkisstjórnin lofar öllu fögru. Hún lofar að gera eitthvað ótilgreint í öllum áhyggjuefnum. Lofar að setja nefnd í málið og hún lofar jafnvel að hugsa málið. Verkalýðsrekendur Alþýðusambandsins eru voða kátir yfir öllum þessum loforðum. Eins og þeim hafi aldrei áður verið lofað neinu fögru. Þó er algengara en hitt, að loforð dragist úr hömlu og gleymist. Fólk með meira en daglangt minni getur upplýst það í smáatriðum. Einstæð fákænska gullfiska kemur mér sífellt á óvart. Hef ég þó fylgst með henni meira en hálfa öld.