Í annað sinn á síðustu hef ég haft þá ánægju að rúlla sem viðskiptavinur gegnum bráðadeildir og líknardeildir Landspítalans. Þar er þröng á þingi, sjúklingar í ofsetnum herbergjum, á göngum og lagerum. Kringum þá stendur þyrping ættingja og koma þá oft ekki bara sjúkdómar við sögu. Kliðurinn berst til annarra hópa og frá einum hópi til annars. Heimsleikarnir eru fólki ofarlega í huga, brauð og leikir fátæka mannsins. Næst kemur lífsbarátta sumra ættingja. Fólk, sem skrapar á 250 þús kr strípuðum taxtalaunum, atvinnuleysisbótum, örorku, eða ellilaunum, er mánaðarlega í óviðráðanlegum lífskrísum. Í gær var það bílaverkstæðið. Þessu þarf að breyta með því að útrýma bófaflokknum og setja 500 þús kr lágmarkslaun.