Kínverjar eru orðnir 1,4 milljarðar og Indverjar líka. Efri hluti miðstéttar í Kína er orðinn mjög fjölmennur, skiptir hundrað milljónum. Þetta fólk hefur efni á að ferðast til útlanda. Sama verður uppi á teningnum í Indlandi eftir fimm-sex ár. Ísland verður áfangastaður sáralítils brot þessa massa. En það er samt meira en svo, að við ráðum við það. Brot úr prósenti er meira en nóg. WOW byrjar beint pólarflug til Sjanghæ á næsta ári. Síðan fylgir beint flug til Delhi. Við munum ekki horfast í augu við stöðnun ferðaþjónustu næstu árin. Við munum þvert á móti horfast í augu við skort okkar á innviðum til að taka við þessari massífu innrás.