C. Austurborgin

Amsterdam, Borgarrölt

Allar gönguferðirnar þrjár í þessari bók byrja og enda við aðaltorgið Dam. Fyrsta ferð leiðir okkur um austurhluta gömlu miðborgarinnar.

Dam

Dam
Dam

Þar sem nú er Dam, var fyrsta stíflan í ánni Amstel gerð einhvern tíma á 13. öld. Eftir þeirri stíflu fékk borgin nafn og kallaðist Amsteldamme. Við stífluna myndaðist höfn og út frá henni stækkaði fiskiþorpið upp í kaupsýsluborg.

Við hefjum gönguna framan við Krasnapolsky hótel og frestum því að skoða konungshöllina og Nieuwe Kerk handan torgsins. Í okkar enda þess trónir þjóðarminnisvarðinn, sem reistur var 1956 fyrir samskotafé til að minnast afreka Hollendinga í síðari eimsstyrjöldinni.

Hægra megin við hótelið, handan lítils sunds, er ein af hinum gömlu Bruine kroegs, De Wildeman, í elzta húsi torgsins, frá 1632. Þar væri gott að styrkja sig á kaffi fyrir gönguna og skoða um leið veggskreytingu hinna mörgu peningaseðla gamalla tíma frá ýmsum löndum.

Við getum líka litið inn í vetrargarðinn Wintertuin, morgunverðarsal Krasnapolsky, sem er einstakur í sinni röð, ekki sist ef við erum á ferðalagi að vetrarlagi.

Næstu skref
Krasnapolski, restaurant, Amsterdam
Krasnapolski Wintertuin