10. Danmörk – Jelling

Borgarrölt
Jelling Runesten, Jylland

Jelling Runesten

Frá Givskud höldum við áfram þá 20 km, sem eftir eru til Vejle, en stönzum á leiðinni í Jelling. Þar klifrum við upp á haugana beggja vegna kirkjunnar, grafir Gorms konungs og Týru drottningar frá 10. öld. Í kirkjugarðinum skoðum við rúnasteinana tvo. Hinn minni reisti Gormur konungur til minningar um Týru og hinn stærri reisti Haraldur blátönn til minningar um Gorm. Þarna eru líka 50 bautasteinar.

Við ökum rólega um fagurlega sveigt landslagið á leið til Vejle. Þar förum við um bæinn í suðurátt eftir A18/E67 og skimum eftir vegvísinum til Munkebjerg til vinstri í úthverfi bæjarins. Eftir 8 km akstur á hliðarveginum með ströndinni komum við að hótelinu Munkebjerg, sími (05) 82 75 00, þar sem við borðum og gistum.

Þeir, sem hafa nóga peninga, geta pantað svítuna með útsýnisgluggum að skóginum og Vejle-flóa. Munkebjerg er óvenju notalegt hótel, þótt þar séu stöðugt haldnar ráðstefnur. Umhverfis hótelið eru margir ánægjulegir og hressandi göngustígar niður að ströndinni.

Næstu skref