10. Dorsoduro – Campo San Barnaba

Borgarrölt

San Trovaso

San Trovaso, Feneyjar

San Trovaso

Við höldum áfram tæplega 200 metra eftir bakkanum, yfir næstu brú og til baka um 100 metra eftir hinum bakkanum, þar sem við komum að kirkjunni San Trovaso.

Reist 1590, með tveimur framhliðum, þekkt fyrir málverk eftir Tintoretto.

Hægra megin við altarið er litskært málverk hans af Tilbeiðslu vitringanna.

Campo San Barnaba

Calle del Botteghe, Feneyjar

Grímubúningabúð við Calle del Botteghe

Við snúum til baka til norðurs eftir skurðbakkanum og beygjum síðan til vinstri eftir Calle della Toletta, Sacca Toletta, Fondamenta Toletta og Sottoportego Casin yfir á torgið Campo San Barnaba. Alls er þetta um 500 metra leið.

Rólegt markaðstorg í miðju Dorsoduro. Í götunum í kring er töluvert um skemmtilegar verzlanir, þar sem meðal annars er hægt að kaupa minjagripi lægra verði en við helztu ferðamannastaðina. Í Calle dei Botteghe handan brúarinnar við kirkjustafninn er til dæmis ágæt grímubúð.

Skömmu áður en komið er að torginu er merkt leið um sund til veitingahússins Antica Locanda Montin. Frá torginu sjálfu er stuttur spölur til veitingahússins La Furatola

Næstu skref