10. Dublin – Ha’penny Bridge

Borgarrölt
Ha'Penny Bridge, Dublin

Ha’Penny Bridge

Temple Bar

Við göngum frá kastalanum út á Dame Street, yfir götuna og nokkrum metrum austar niður Sycamore Street um 150 metra leið niður á Temple Bar, þar sem við beygjum til hægri.

Temple Bar er líflegasta kráa-, kaffihúsa- og kokkhúsagata borgarinnar um þessar mundir. Þetta er þröng göngugata með ýmsum hliðarsundum, fullum af lífi og fjöri. Einhvern veginn hefur þessi gata sloppið að mestu við voðaverk borgarskipulagsins. Hún er orðin að vin í eyðimörkinni.

Ha’penny Bridge

Við beygjum úr Temple Bar nokkra metra niður sundið Merchant’s Arch og komum þar að göngubrú yfir ána Liffey.

Ha’penny Bridge dregur nafn af brúartolli, sem tekinn var af vegfarendum allt fram til 1919. Þessi smíðajárnsbrú var reist 1816 og er skemmtilegasta brúin af ótalmörgum, sem tengja vinstri og hægri bakka árinnar Liffey.

Næstu skref