Áfram förum við B15 út á A2 og komum fljótlega að ferðamannamiðstöð, þaðan sem litlir strætisvagnar flytja fólk fyrir £0,50 niður á strönd að stuðlabergi, sem er þekktasta náttúruundur Írlands.
Giant’s Causeway er víðáttumikið stuðlaberg, sem gengur í sjó fram. Steinninn er úr basalti og hefur myndazt við afar hæga storknun hrauns, þannig að steinninn hefur náð að kristallast í margstrendar súlur. Þetta fyrirbæri er víða á Íslandi, en sjaldgæft annars staðar. Súlurnar í Giant’s Causeway eru taldar vera 40.000. Aðgangur £1,50.