Souks
Gamli miðbærinn er stærsta bíllausa svæði heimsins, enda eru göturnar svo þröngar, að þar kemst enginn bíll. Þessu 1200 ára gamla hverfi er skipt í svæði eftir tegundum iðnaðar og verzlunar. Fræg eru litunarsvæði skinna undir berum himni. Hurðirnar í gamla miðbænum eru margar athyglisverðar, kallaðar Babs.