10. Miðbær syðri – Gesú

Borgarrölt

Gesú

Gesú, Roma

Gesú

Frá torginu förum við austur eftir aðalgötunni Corso Vittorio Emanuele II og komum fljótlega að voldugri kirkju, Gesú.

Gesú er frá 1568-1575, fyrsta hlaðstílskirkja Rómar, hönnuð af Vignola fyrir nýstofnað munklífi jesúíta og er enn höfuðkirkja þess. Framhliðin, sem við sjáum, er eftir Giacomo della Porta, frá árunum 1573-1584. Þessi virðulega og spennuþrungna framhlið með súlnapörum á tveimur hæðum, sem eru tengdar með bókrolluvindingum varð fyrirmynd mikils fjölda kirkna víða um heim.

Gesú, Roma 2

Gesú

Sjálf kirkjan er samþjöppuð að formi, teiknuð í anda gagnsiðaskipta kristmunka, sem vildu færa söfnuðinn nær prestunum. Hún er aðeins einskipa, og kapellustúkur koma í stað hefðbundinna hliðarskipa. Þetta auðveldaði söfnuðinum að sjá til prestanna. Ennfremur var reynt að hafa hljómburð sem beztan í kirkjunni.

Hinar miklu skreytingar eru viðbrigði frá fyrri byggingarstílum, enda eru þær einni öld yngri en kirkjan, frá þeim tíma, er hlaðstíll hafði fest sig betur í sessi. Giovanni Battista var fenginn 1672 til þess að búa kirkjuna freskum. Frægust þeirra er myndin af Jesú í skipshvolfi kirkjunnar.

Skrautlegasti hluti kirkjunnar er þriðja kapellan hægra megin, tileinkuð stofnanda reglunnar, Ignatiusi Loyola, gerð af Andrea Pozzo 1696-1700, lögð dýrum steinum á borð við dökkbláan lapis azuli á grænum marmara.

Næstu skref