10. Persía – Yazd – Medina

Borgarrölt
Yazd medina

Torg í Medina í Yazd

Yazd

Eyðimerkurborgin Yazd er þurrasta og heitasta borg Persíu og miðstöð Zaraþústra (Zoroaster) trúar. Marco Polo heimsótti borgina á Kínaferð sinni um silkiveginn og fjallar um fínan silkivefnað heimamanna. 5% íbúanna eru enn Zaraþústra eldsdýrkendur.

Vegna þurrkanna þróaðist sérstæð byggingalist í Yazd, svo sem vindrennuturnar til að fanga vind og vel einangraðar íshúskeilur til að varðveita ís og mat. Moskur í Yazd eru þekktar fyrir mósaík og steinda glugga.

Medina

Karlahandfang til vinstri, kvennahandfang til hægri, Yazd medina

Bankari fyrir karla vinstra megin, fyrir konur hægra megin

Gamli bærinn í Yazd er medina frá fyrri öldum, óregluleg beðja af götusundum með háum veggjum og litlum torgum milli gluggalausra húsa. Dyr eru víða tvöfaldar með tveimur bönkurum, öðrum fyrir heimsókn karla og hinum fyrir heimsókn kvenna. Sums staðar er hægt að komast í stiga og klifra upp á húsþak til að fá yfirsýn yfir hverfið og stöku vindrennuturna.

Næstu skref