10. Salamanca

Borgarrölt
Plaza Mayor, Salamanca

Plaza Mayor, Salamanca

Salamanca

Salamanca er Oxford Spánar, lítill bær 170 þúsund manna, með mjóum götum og stórum háskóla, sem var stofnaður 1215 og var á miðöldum einn af hinum fjórum mestu, ásamt með háskólunum í París, Oxford og Bologna.

Plaza Mayor

Skeljahúsið, Salamanca

Casa de las Conchas, Salamanca

Plaza Mayor í Salamanca var byggt í hlaðstíl á fyrri hluta átjándu aldar, teiknað af Alberto de Churriguera. Það er ferhyrnt torg án bílaumferðar með súlnagöngum á alla vegu, þar sem eru kaffihús og verzlanir. Það minnir á samnefnt torg í Madrid og raunar á fleiri borgartorg á Spáni, svo sem Plaça Reial í Barcelona. Plaza Mayor í Salamanca er hjarta borgarinnar, fullt af iðandi mannlífi frá morgni til kvölds.

Í næsta nágrenni torgsins er Gran Hotel og veitingahúsin Chez Victor og Río de la Plata. Frá torginu liggur Rúa Mayor að dómkirkjunum. Miðja vega klofnar gatan hjá Casa de las Conchas, 16. aldar húsi, sem skreytt er steinhöggnum hörpuskeljum. Hliðargatan liggur að háskólatorginu, Patio de las Escuelas.

Næstu skref