Krónan hefur hækkað í verði síðan Seðlabankinn hóf aðgerðir í vetur til að lækka hana. Evran er komin niður í 97 krónur og pundið í 125 krónur. Felur í sér, að kaupmáttur launa eykst í stað þess að minnka, eins og Seðlabankinn vill, að ósk ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn er máttlaus handstýring, sem ræður ekki við ferðafólkið. Vegna rosahækkunar íbúðaverðs nýtist það ekki ungu fólki, sem reynir að koma þaki yfir höfuðið. Býr enn í foreldrahúsum. Nýtist ekki heldur öryrkjum, gamlingjum og sjúklingum, sem ekki lifa á launum, heldur á hjartahlýju velferðar. Hún hefur verið skorið niður við trog. 10% þjóðarinnar missa af ferða-góðærinu.