10. Suðvesturborgin – Stedelijk Museum

Borgarrölt

Við höfum nú lokið göngu okkar um verzlunargöturnar Kalverstraat, Heiligeweg, Koningsplein, Leidsestraat og P.C.Hooflstraat og getum hætt að líta í búðarglugga. Hér tekur við menningarsagan.

Við förum til baka götuna, yfir hana og inn í hina nýju álmu Stedelijk Museum, Kjarvalsstaði Amsturdammara. Það er opið 9:30-17, sunnudaga 13-17. Hér skoðum við svokallaða nútímalist, þaðer að segja 20. aldar list frægra nafna.

Stedelijk Museum, Amsterdam

Stedelijk Museum

Á veggjum hanga verk eftir Cézanne, Picasso, Renoir, Monet og Manet, einnig Chagall, Malevich, Kandinsky og Mondrian, svo og málverk eftir Cobra-hópinn. Þar eru líka yngri stefnurnar, popplist og conceptual list og hvað þær nú annars allar heita.
Þetta safn nýtur mikils álits, enda er það stöðugt að kaupa ný listaverk og heldur næstum þrjátíu sérsýningar á ári hverju.

Næstu skref