Nieuwmarkt
Hér komum við út á Nieuwmarkt, sem einu sinni var fiskmarkaður borgarinnar. Enn eru hér ýmsar góðar verzlanir, þar sem höndlað er með fisk, kjöt, osta, vín og annað góðgæti. Á torginu er dálítill blómamarkaður og svo fjörlegur fornminjamarkaður á sunnudögum.
Waag
Á miðju torginu er gamall turn, sem eitt sinn var hlið á virkisvegg borgarinnar. Hann hét áður St Anthoniespoort, enhefur lengi verið kallaður Waag, því að þar voru hinar opinberu vigtir, þar sem tryggt var, að vörur væru rétt mældar.
Waag hefur sjö turna og margar dyr, byggður 1488. Lengst af var hann aðsetur ýmissa gilda iðnaðarmanna og hafði hvert gildi sínar útidyr. Meðal þeirra var gildi skurðlækna, sem leyfði Rembrandt að mála hér hinar tvær frægu myndir: Kennsla í anatómíu. Myndin af dr. Tulp er í Mauritzhuis í Haag og myndin af dr. Deijman í Rijksmuseum hér í Amsterdam.
Nú er Waag Sögusafn gyðinga, opið 9:30-17, sunnudaga 13-17. Þar eru til sýnis ýmsir heilagir gripir gyðinga og minjar um hernámið í seinni heimsstyrjöldinni.
Næstu skref