11. Istanbul – Fornminjasafnið

Borgarrölt
IMG_0138

Hluti keðjunnar miklu, sem dregin var upp til að loka höfninni í Gullna horninu

Fornminjasafnið

Frá Topkapi höllinni er hægt að fara niður göngustíg að Fornminjasafninu. Einnig er hægt að koma þangað frá brekkunni niður frá Ægisif, Soğukçeşme Sokağı. Þar í götunni eru enn gömul borgarhús í Tyrkjastíl frá fyrri öldum. Eitt þeirra er Ayasofya Hotel, þar sem hægt er að fá notalega gistingu.

Safnið er ekki umfangsmikið, en hefur að geyma ýmsa heimskunna gripi. Mestur fengur er þar í minjum frá grískum tíma. Þarna er steinkista Alexanders með lágmyndum af bardögum hans. Raunar var hún ekki kista hans sjálfs, heldur kista Abdalonymosar frá Sídon.

Þar er líka steinhöggvinn friðarsamningur Egypta og Hittíta frá 1269 f.Kr. Ennfremur hluti af keðjunni miklu, sem dregin var upp til að loka innsiglingunni í höfnina í Gullna horninu, þegar óvini bar að garði. Keðjan var, þar sem Galata-brúin yfir fjörðinn er núna.

IMG_0137

Steinkista Alexanders með lágmyndum úr Persastríðinu

Næstu skref