11. Markúsartorg – Ponte dei Sospiri

Borgarrölt
Ponte dei Sospiri, Feneyjar

Ponte dei Sospiri

Við yfirgefum höllina, göngum kringum hana og upp á brúna Ponte della Paglia, þaðan sem við sjáum brú, sem tengir höllina við dómhöllina við hliðina. Það er hin fræga stunubrú.

Stunubrúin, sem tengir hertogahöllina við dómhöllina handan síkisins, var reist á síðari hluta sextándu aldar. Nafnið stafar af stunum fanga, sem leiddir voru til dómhallar og sáu gegnum litla glugga til lífsins í Feneyjum í síðasta sinn, eftir því sem sagan segir.

Næstu skref