11. Miðbær vestri – San Ivo

Borgarrölt

San Ivo

San Ivo, Roma

San Ivo

Við göngum til baka að framhlið Palazzo Madama og suður eftir Corso del Rinascimento, þar sem við komum vinstra megin að Palazzo della Sapienza, sem var háskóli Rómar fram til 1935. Við förum inn í háskólaportið til að skoða háskólakirkjuna San Ivo, mesta meistaraverk Borrominis, í ávölum og íhvolfum línum hans, frá 1642-1660.

Kirkjan er hönnuð til að falla inn í sund á milli tveggja húsa. Kirkjan hefur íhvolfa framhlið á grunni, sem er eins og sexarma stjarna, og hún hefur sexlaufahvolf undir spíralturni. Flóknari gátu byggingar hlaðstíls tæpast orðið og er þetta þó lítil kirkja.

Við förum úr háskólaportinu, beygjum til vinstri eftir Corso del Rinascimento, aftur til vinstri eftir Via dei Sediari, framhjá veitingahúsinu Papà Giovanni, og síðan enn til vinstri inn á Piazza Sant’Eustachio. Þaðan er gott útsýni til hvolfsins á San Ivo og þar er þekkt kaffihús, Sant’Eustachio.

Næstu skref