Patio de las Escuelas
Hliðargatan liggur að háskólatorginu, Patio de las Escuelas.
Patio de las Escuelas er lítið torg, sem er bezta sýnishorn Spánar af silfursmíðastíl. Fyrir miðju torgi er þrungin skreyting risavaxins aðalinngangs háskólans, frá fyrri hluta 16. aldar. Steinninn er svo fínlega höggvinn, að hann minnir á víravirki silfursmiða. Þaðan kemur heitið silfursmíðastíll eða platerískur stíll. Hér sjáum við eitt fullkomnasta dæmi Spánar um þennan stíl. Háskólinn er að öðru leyti að mestu frá 15. öld.
Til hliðar við torgið er næst stúdentagarðurinn, Hospital del Estudio, og síðan Escuelas Menores, hvort tveggja með aðalinngangi í silfursmíðastíl. Fyrir innan síðari innganginn er hugljúfur garður frá fyrri hluta 15. aldar, með súlnagöngum á alla vegu.