Frá styttunni sjáum við vel framhlið klúbbhússins Scuola Grande di San Marco.
Neðri hluti marmaraklæddrar framhliðarinnar og frumlegar þrívíddar-blekkimyndir hennar eru eftir arkitektinn fræga Pietro Lombardo og syni hans, 1485-1495. Efri hæðirnar eru eftir Mauro Coducci, einnig frá lokum 15. aldar.
Höllin var reist sem klúbbhús eins af sex karlaklúbbum borgarinnar. Flest listaverk hennar eru horfin á braut, en þó eru þar enn málverk eftir Tintoretto og Veronese.
Nú er höllin notuð sem sjúkrahús, Ospedale Civile, og er ekki opin almenningi.