11. San Marco – Scuola Grande di San Marco

Borgarrölt
Scuola Grande, Feneyjar

Scuola Grande di San Marco

Frá styttunni sjáum við vel framhlið klúbbhússins Scuola Grande di San Marco.

Neðri hluti marmaraklæddrar framhliðarinnar og frumlegar þrívíddar-blekkimyndir hennar eru eftir arkitektinn fræga Pietro Lombardo og syni hans, 1485-1495. Efri hæðirnar eru eftir Mauro Coducci, einnig frá lokum 15. aldar.

Höllin var reist sem klúbbhús eins af sex karlaklúbbum borgarinnar. Flest listaverk hennar eru horfin á braut, en þó eru þar enn málverk eftir Tintoretto og Veronese.

Nú er höllin notuð sem sjúkrahús, Ospedale Civile, og er ekki opin almenningi.

Næstu skref