Komin úr Stedelijk Museum förum við til hægri og síðan aftur til hægri inn Paulus Potterstraat, framhjá eldri álmu safnsins og að van Gogh safninu, sem er sömu megin götunnar. Það er í nútímabyggingu frá 1973, sem þykir merkilegur aldur í miðborginni!
Rijksmuseum Vincent van Gogh er opið 10-17, sunnudaga 13-17. Það er eitt skemmtilegasta listasafn í heimi. Hvergi er til jafn heildstætt safn málverka eins, heimsfrægs málara. Hér eru til sýnis um 200 málverk hans í réttri tímaröð. Hægt er að fylgjast mánuð fyrir mánuð með listþróun hans og vaxandi brjálsemi undir ævilokin, er hann framdi sjálfsmorð 37 ára gamall árið 1800. Hér eru einnig 5
00 rissmyndir hans.
Svo merkilega vill til, að mestur hluti afgangsins af málverkum Vincent er líka í Hollandi, ekki langt frá Amsterdam, í safni Kröller-Müller í Hoge Veluwe skógi. Þannig einokar Holland van Gogh gersamlega, öfundað af listvinum í öðrum löndum. En skýringin er, að enginn vildi kaupa myndir Vincents, meðan hann lifði. Síðar sáu ættingjar hans um, að „ruslið“, sem hann skildi eftir í Frakklandi, yrði flutt til heimalandsins.
Næstu skref