Óhreint fé Íslendinga í skattaskjólum á aflandseyjum nemur 580 milljörðum. Sú er útkoma nefndar hins opinbera um misnotkun á frjálsum fjármagnsflutningum. Þetta er einkum þrennt, hækkun í hafi, eignastýring erlendis og vanskráðir flutningar peninga. Skattatap ríkissjóðs af þessu braski hefur numið 4,6 milljörðum á ári eða 115 milljörðum alls fyrir utan vexti. Upphæðin er miklu hærri en sem nemur því fé, sem vantar í húsnæði fyrir ungt fólk, heilbrigðismál og í bætt lífskjör aldraðra og öryrkja. Ekki hefur frétzt af neinum tilraunum til að ná inn þessum útistandandi peningum. Varla verður það meðan skúrkarnir sitja í ráðherrastólum.