Af torginu förum við suður með síkinu Kloveniersburgwal, fyrst á hægri bakka, en færum okkur svo á fyrstu brú yfir á vinstri bakka. Við sjáum hægra megin, á nr. 26, eitt af grennstu húsum borgarinnar, hús vagnstjóra Tripps. Að baki þess er sú saga, að vagnstjórinn óskaði sér eigin húss, jafnvel þótt það væri ekki breiðara en dyrnar á húsi húsbóndans. Sá heyrði óskina og uppfyllti hana, nákvæmlega.
Næstu skref