Santa Maria della Carità
Við höldum áfram og komum að Accademia bátastöðinni. Að baki hennar er gömul kirkja í nýju hlutverki.
Santa Maria della Carità er miðaldakirkja, sem var færð í núverandi mynd á 15. öld.Hún og klausturhúsin að baki hennar rúma nú eitt af þekktustu listasöfnum heims, Accademia, sem sagt er frá í einni gönguferðinni um Feneyjar.
Ponte dell’Accademia
Hér er trébrú yfir Canal Grande.
Timburbrú, sem reist var til bráðabirgða 1932 og menn vildu ekki láta rífa, þegar á reyndi. Um hana er jafnan mikil umferð gangandi fólks milli hverfanna San Marco og Dorsoduro.
Næstu skref