Campo di Santa Margherita
Við höldum til baka eftir bakkanum að annarri brú, Ponte dei Pugni eða “Slagsmálabrú”, þar sem hefðbundið var fyrr á öldum, að klíkur fengju að slást. Við förum ekki yfir brúna, heldur beygjum til hægri eftir Rio terrà Canal og síðan til vinstri eftir Rio terrà della Scoazzera inn á stórt torg, Campo di Santa Margherita, alls rúmlega 300 metra leið.
Notaleg miðstöð mannlífs í vesturhluta Dorsoduro-hverfis, óreglulegt og þorpslegt torg, umkringt sérkennilegum verzlunum í 14. og 15. aldar húsum.
Santa Maria dei Carmini
Við göngum úr suðurenda torgsins að sundi milli kirkju og klausturs inn á torgið Campo dei Carmini og virðum fyrir okkur kirkjuna.
Santa Maria dei Carmini er 14. aldar kirkja, töluvert breytt á síðari öldum, með málverkum eftir Conegliano og Lotto.
Scuola Grande di Carmini
Handan sundsins er klaustrið sjálft. Scuola Grande di Carmini.
Karmelítaklaustur, reist 1663, með níu loftmálverkum eftir Giambattista Tiepolo.
Nú er komi röðin að næsta hverfi, San Polo
Næstu skref