Custom House
Við göngum til baka niður að ánni og síðan 300 metra til vinstri eftir bakkanum.
Hér er Custom House, löng og lág höll frá 1791, með hvolfþaki og dórískri súlnaframhlið, af sumum talin fegursta hús borga
rinnar. Þetta var áður tollhús, en er nú stjórnarskrifstofa. Höllin hefur verið endurreist eftir mikinn bruna, sem varð þar 1921.
Bank of Ireland
Við höldum til baka eftir árbakkanum, förum yfir O’Connell brúna, sem frægust er fyrir að vera breiðari en hún er löng, og göngum 200 metra inn breiðgötuna Westmoreland Street, þar sem við komum inn á torgið College Green. Okkur á vinstri hönd er Bank of Ireland.
Bogadregin höll Írlandsbanka í nýgnæfum stíl var áður þinghús Írlands, reist að mestu leyti 1728. Gamli aðalinngangurinn að sunnanverðu er varðaður jónískum súlnaröðum umhverfis ferhyrnt port, og út frá því liggja bogadregnar hliðarálmur hallarinnar.
Bank of Ireland tók við höllinni 1803, en húsakynni Lávarðadeildarinnar og hin fínu veggteppi hennar hafa verið varðveitt óbreytt. Hægt er að fá að skoða þau með því að spyrja leyfis á staðnum.
Næstu skref