12. Markúsartorg – Colonne di San Marco e San Teodoro

Borgarrölt
Piazzetta, San Marco, Feneyjar

Piazzetta, Colonne di San Marco e San Teodoro

Við höldum til baka meðfram höllinni og komum aftur inn á Piazzetta, torgið milli hallarinnar og Libreria Sansovina. Nálægt lónsbakkanum eru tvær sögufrægar súlur heilags Markúsar og heilags Theódórs.

Helzta borgarhlið Feneyja í gamla daga, þegar aðeins varð komizt þangað sjóleiðina. Þeim var eins og mörgu öðru rænt í Miklagarði. Auk þess að vera borgarhlið voru þeir einnig aftökustaður borgarinnar fram á miðja 18. öld.

Á eystri súlunni er bronzlíkan af vængjuðu ljóni heilags Markúsar. Það er aðflutt og talið vera kínverskrar ættar. Á vestari súlunni er marmarastytta af heilögum Theódór, sem var verndardýrlingur Feneyja áður en jarðneskum leifum Markúsar var stolið í Alexandríu og smyglað til Feneyja árið 828.

Næstu skref