Amir Chakhmaq
Ein stærsta bygging í Íran með þremur hæðum af innhvolfum, fagurlega upplýst rauðgulri birtu að kvöldi. Ofan á innganginum eru afar grannar kallturnaspírur. Mannvirkin eru frá upphafi 15. aldar.
Andspænis Amir Chakhmaq er neðanjarðar safn um vatnið, þar sem sýnt er, hvernig vatns var aflað í gamla daga og hvernig það var varðveitt.
Saheb a Zaman Zurkhaneh
Sögufræg líkamsræktarstöð við Amir Chakhmaq í gömlum neðanjarðar vatnsgeymi frá 1580, sem er að innanverðu eins og 29 metra hátt egg. Í Saheb a Zaman Zurkhaneh eru ferðamönnum sýndar gamlar leikfimihefðir.