12. Salamanca – Catedral Nueva y Vieja

Borgarrölt
Dómkirkjurnar, Salamanca

Dómkirkjurnar, Salamanca

Catedral Nueva y Vieja

Handan aðalbyggingar háskólans liggur mjótt sund að dómkirkjunum tveimur, hinni gömlu og hinni nýju.

Catedral Nuevo, Salamanca

Catedral Nuevo, Salamanca

Vinstra megin er “nýja” dómkirkjan frá fyrri hluta 16. aldar, tæplega fimm alda gömul, í gotneskum stíl. Vesturvirki kirkjunnar, sem snýr að götunni, er afar skrautlegt, hannað af arkitektunum Churriguera, sem kúrríkskur stíll er kenndur við. Það er ýkt útgáfa af svokölluðum silfursmíðastíl, sem einkenndist af fínlegum steinskurði.

Innan úr nýju dómkirkjunni er gengið inn í hina gömlu, sem er rómönsk kirkja frá 12. öld, í frönskum Akvítaníustíl. Þar inni er fræg risastór og litskær altaristafla frá miðri 15. öld, með 53 stökum málverkum úr æfi Krists, eins konar myndasöguhefti þess tíma.

Frá dómkirkjunum er hægt að fara til baka Rúa Mayor til Plaza Mayor, þaðan sem við hófum gönguna, eða rölta um götukróka borgarinnar, þar sem víða eru hús frá 15. og 16. öld. Vestur frá Plaza Mayor er Barrio de San Benito með gömlum húsum hefðarfólks og kirkju frá síðari hluta 15. aldar.

Næstu skref