Bjarni Benediktsson var stjórnarmaður, stjórnarformaður eða hluthafi í fjölda gjaldþrota fyrirtækja, sem fengu milljarða afskriftir:
BNT móðurfélag N1, 4,3 milljarða gjaldþrot.
Umtak fasteignafélag N1, 20 milljarða afskrift.
Máttur, 21 milljarða afskrift.
IAG Holding áður Naust, 3,5 milljarða gjaldþrot.
Földungur áður Vafningur, 48 milljarða tap.
Þáttur International, 24 milljarða afskrift.
Mér er ekki ljóst, hvernig slíkur 120 milljarða fjárglæframaður á kostnað okkar getur verið fjármálaráðherra. Og hvað þá átt aflandsreikninga í skattaskjólum og tafið fyrir skattrannsókn þeirra. Furðulegt er, að Bjarni Benediktsson hefur ekki enn sagt af sér.