13. Barcelona – Placa del Toro

Borgarrölt
Placa del Toro, Barcelona

Placa del Toro

Parc Joan Miró, Barcelona

Parc Joan Miró

Handan við Spánartorg er einn helzti nautaatshringur borgarinnar, Placa del Toro, márískum stíl eins og svo margir nautaatshringir á Spáni. Á bak við hringinn er Parc Joan Miró með stórri höggmynd eftir listamanninn.

Héðan tökum við leigubíl niður í bæ. Skoðun Barcelona er lokið að sinni.

Costa Dorada

Frá Barcelona er stutt að fara um ströndina Costa Dorada til Sitges, 30 kílómetrum sunnan borgarinnar. Þar er strönd og kaffihúsalíf og skemmtilega gamall miðbær.

Lengri ferð má fara suður um ströndina til Tarragona, sem er 100 kílómetrum sunnan við Barcelona. Tarragona er gamall Rómverjabær með miklum fornleifum frá þeim tíma, þar á meðal hringleikahúsi og
borgarmúr. Miðbær Tarragona er frá miðöldum.

Einnig er stutt að heimsækja fjallaklaustrið Montserrat, 60 kílómetrum frá borginni. Þar er fjölbreytt landslag.

Costa Brava

Einnig má fara norður um ströndina Costa Brava, sem er ein fegursta strönd Spánar, með klettum í sjó fram og sandvíkum á milli. Þar er bærinn Gerona, 100 kílómetrum norðan Barcelona, með skemmtilegum miðbæ frá miðöldum, hinum bezt varðveitta á öllum Spáni.

Nú víkur sögunni til Andalúsíu.

Næstu skref