13. Markúsartorg – Campanile

Borgarrölt

Museo Archeologico

Campanile, Feneyjar

Campanile

Vestan styttanna er fornbókasafnið Libreria Sansovina. Þar er einnig inngangurinn í forngripasafnið, sem annars snýr sýningarsölum
 sínum á annarri hæð inn að Markúsartorgi.

Lítið og rólegt safn listmuna frá rómverskum tíma, einkum frá 2. öld, tilvalinn griðastaður, þegar mannhafið á torgunum í kring er að verða yfirþyrmandi.

Campanile

Við förum aftur út á Piazzetta og beinum athygli okkar að hinum frístandandi turni Markúsarkirkju.

Turninn er frá 1902-1912, nákvæm eftirlíking af turni frá 1173, sem hrundi 1902. Hann er 98,5 metra hár, upprunalega innsiglingarviti, en síða
r einnig ríkisturn og kirkjuturn. Fimm klukkur eru í turninum og gegndi hver sínu hlutverki á lýðveldistímanum, ein kallaði öldungaráðsmenn til fundar, önnur ríkisráðsmenn, hin þriðja tilkynnti aftökur og tvær gáfu upplýsingar um tíma.

Lyfta hefur verið sett í turninn fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim að komast upp á útsýnispallinn, sem veitir frábært útsýni yfir Feneyjar. Oft er löng biðröð við lyftuna um hádaginn, svo að bezt er að vera þar sem fyrst að morgni eða síðla dags.

Turnhúsið er hannað af 16. aldar arkitektinum Jacopo Sansovino, sem einnig hannaði Libreria Sansovina hér til hliðar og hallirnar Ca’Grande og Palazzo Manin-Dolfin við Canal Grande. Öll þessi mannvirki eru í endurreisnarstíl þess tíma

Næstu skref