13. Marokkó – Marrakech – Djemaa El-Fna

Borgarrölt
Marrakesh Djemma El Fna 4

Reykurinn og ilmurinn liðast upp frá veizluborðunum á Djemaa El-Fna

Djemaa El-Fna

Djemaa El-Fna er eitt af undrum veraldar, risavaxið torg í miðju hinnar fornu Medina eða miðbæjar í borginni, autt á daginn en að springa af lífi og fjöri á kvöldin.

Þar er hátíð á hverju kvöldi, þegar veitingamenn og farandsalar, tónlistarfólk, dansarar og sagnaþulir slá upp búðum sínum og fylla kvöldloftið af trumbuslætti og ópum sínum. Mest ber á snákatemjurum og apatemjurum. Seiðmagnaður kryddilmur rís upp af eldstóm og grillum.

Næstu skref