13. Persía – Yazd – Ateshkadeh

Borgarrölt
Ateshkadeh Zoroastrian fire temple, Yazd

Ateshkadeh eldmusteri Zoroaster trúarinnar

Ateshkadeh

Eldmusteri Zoroaster trúarinnar, þar sem trúareldurinn hefur logað samfellt síðan árið 470. Þetta er heimsmiðstöð eldsdýrkenda.

Ein elzta núlifandi trú, oft kölluð Mazda eftir guðinum Ahúra Mazda og andstæðingi hans, Ahriman, og byggist á baráttu góðs og ills í formi tveggja guða, drottins og djöfulsins. Spámaður trúarinnar var Zoroaster, öðru nafni Zaraþústra, sem var uppi einhvern tíma á bilinu 1700-1300 f.Kr.

Zoroaster líkturn Yazd

Þagnarturn Zoroaster eldsdýrkenda

Hún var ríkistrú í stórveldum Persa frá því um 600 f.Kr. fram að innreið íslams. Afbrigði af þessari trú, þar sem guðinn hét Míþra, keppti við kristni meðal rómverskra hermanna á fyrstu öldum e.Kr. Flestir núlifandi fylgismenn eru í Indlandi og í Persíu. Alls eru um 2,6 milljónir þeirra í heiminum nú á tímum.

Þagnarturninn

Líkturn Zaraþústra eldsdýrkenda er rétt sunnan við Yazd, ekki í notkun síðan á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þar voru lík áhangenda Zoroaster sett á stall, þar sem hræfuglar hreinsuðu beinin fyrir jarðsetningu. Neðan við turninn eru rústir húsa, þar sem lík voru meðhöndluð.

Næstu skref