13. San Polo – San Rocco

Borgarrölt

Sestiere San Polo

Við förum aftur til Margherita-torgs og göngum úr norðurenda þess tæpra 100 metra leið yfir brú að kirkjunni San Pantalon. Við erum þar komin úr Dorsoduro hverfinu í San Polo hverfið.

Eitt fjörugasta hverfi borgarinnar, með útimörkuðum grænmetis og fiskjar í nágrenni Rialto-brúar og torgunum við kirkjurnar San Polo og Santa Maria Gloriosa dei Frari. Þetta er hverfi almennings, með þröngum og sveigðum húsasundum, þegar torgunum sleppir.

San Rocco, Feneyjar

San Rocco

Hér í nágrenninu er veitingahúsið Da Silvio.

San Rocco

Við höldum eftir Calle San Pantalon og síðan áfram eftir  Calle Scalater, yfir brú og eftir Sottoportico San Rocco, þar sem við komum inn á torgið Campo San Rocco, alls um 250 metra leið. Á vinstri hönd, við sunnanvert torgið, er hvít glæsihöll. Við lítum þó fyrst í kirkjuna, sem er vestan við torgið.

Bartolomeo Bon hannaði San Rocco 1489, en útlitið er frá 1765-1771. Í kórnum hýsir hún málverk eftir Tintoretto.

Þegar við höfum skoðað þrívíddar-ímyndarmálverk Fumiani í lofti 17. aldar kirkjunnar San Pantalon, förum við til vinstri úr kirkjunni.

Næstu skref