13. Suðvesturborgin – Rijksmuseum

Borgarrölt
Amsterdam, Holland

Málverk Rembrandts, oft kallað Næturvaktin

Þunglamaleg höllin Rijksmuseum stendur klofvega yfir Museumstraat. Við komum hér aftan að henni og förum göngin til að komast að framhliðinni, þar sem inngangurinn er.

Rijksmuseum er ekki beinlínís á borð við Louvre, Ufflzi, Prado og National Gallery, en slagar þó hátt upp i þessi söfn Parísar, Flórens, Madrid og Lundúna. Gimsteinn þess er auðvitað Rembrandt og síðan aðrir Hollendingar á borð við Frans Hals og Vermeer.

Hinir miklu málarar Hollands voru uppi á 17 öld, einmitt gullöldinni, þegar opinberar stofnanir og einstaklingar höfðu nóg fé til að moka i listamenn. Þannig fylgdi menningin gróðanum.

Rijksmuseum, Amsterdam 2

Rijksmuseum

Erfitt er að veita leiðsögn um samið, því að í seinni tíð hefur það ekki haft starfslið til að halda öllum vængjum opnum samtímis. Til að komast í alla vængina yrðum við að hafa allan daginn til ráðstöfunar. Til að þjóna þeim, sem ekki hafa tíma til slíks, hafa frægustu málverkin verið látin í míðsalina hægra megin, sem áður voru fyrir sérsýningar. Þessir miðsalir eru alltaf opnir.

Þar er mest látið með risastórt málverk Rembrandts af varðsveit Frans Banning Cocq og Willem van Ruytenburgh, oftast kallað Næturvaktin. Tveir varðmenn vaka yfir Næturvaktinni, sem í rauninni er dagvakt, svo sem í ljós kom, þegar fernisinn var hreinsaður af málverkinu skömmu eftir stríð.

Næstu skref