14. Austurborgin – Montelbaanstoren

Borgarrölt
Montelbaanstoren, Amsterdam

Montelbaanstoren

Montelbaanstoren

Við höldum áfram Zandstraat og út á brúna yfir Oudeschans. Af henni er ágætt útsýni til vinstri til turnsins Montelbaanstoren. Hann er einn af 15. aldar virkisturnum borgarinnar. Árið 1606 bætti Hendrick de Keyser ofan á hann tæplega 50 metra hárri spíru. Margir telja þetta fallegasta turn borgarinnar, enda sést hann oft á málverkum og ljósmyndum.

Rembrandthuis

Áfram höldum við yfir brúna og sjáum strax á hægri hönd hús með rauðum gluggahlerum. Það er Rembrandthuis, þar sem sjálfur meistarinn bjó mestu velgengnisárin, frá 1639 til 1658, þegar hann varð gjaldþrota. Hér málaði hann mörg þekktustu verk sín.

Nú er húsið minningasafn um Rembrandt, opið 10-17, sunnudaga 13-17. Sjá má prentvél hans og rúmlega 250 stungur, en húsbúnaður er ekki hans, heldur annarra samtíðarmanna. Heimilisfangið er Jodenbreestraat 4-6 og minnir á, að þetta var miðja gyðingahverfisins fram að síðari heimsstyrjöld.

Næstu skref