14. Írland – Doe Castle

Borgarrölt
Doe Castle, Írland

Doe Castle

Doe

Við förum til baka leið merkta Creeslough yfir á N56 og beygjum næst til hægri eftir vegvísi til Doe-kastala, rétt áður en komið er til Creeslough.

Rústir Doe-kastala eru tiltölulega heillegar. Mannvirkin standa fagurlega á höfða við sjávarsíðuna. Ekki er vitað um aldur kastalans, en hann var byggður á ýmsum tímum og oft skemmdur í árásum. Margir sögufrægir herforingjar hafa komið við sögu hans, ýmist til varnar eða sóknar. Í lok 18. aldar fékk kastalinn loks sitt endanlega útlit og hefur varðveitzt að mestu síðan.

Bunbeg

Frá Doe förum við aftur á N56 og höldum áfram, unz við komum að afleggjara til hægri til sjávarþorpsins Bunbeg.

Eins og í sumum öðrum írskum sjávarþorpum horfir byggðin í smáþorpinu Bunbeg ekki móti hafi, eins og við erum vön frá Íslandi, heldur inn til lands. Hafnarmannvirkin standa ein sér, töluvert frá byggðinni, sem er á víð og dreif. Það er eins og fólk hafi óttast sjóræningja eða náttúrukraft hafsins og viljað búa úr sjónmáli. Sjálf höfnin er ósköp friðsæl og nánast rómantísk, ber ekki vott um mikinn veiðiskap.

Næstu skref