14. Miðbær eystri – San Pietro in Vincoli

Borgarrölt
Michelangelo: Moses, San Pietro in Vinicole, Roma

Michelangelo: Moses, San Pietro in Vincoli

San Pietro in Vincoli

Hér getum við lokið ferðinni eða gengið 900 metra, fyrst beint frá kirkjunni eftir Via Merulana og síðan til hægri eftir Via Giovanni Lanza. Þar sem sú gata mætir Via Cavour, eru til vinstri brattar tröppur og undirgöng og er þá komið að San Pietro in Vincoli.

Kirkjan er frá 432, en er einkum fræg fyrir þrjár höggmyndir eftir Michelangelo við gröf páfans Juliusar II, þar á meðal risastyttu af Móse, sem ferðamenn flykkjast að til að skoða. Hvor sínu megin við Móses eru styttur af Rakel og Leu, einnig eftir Michelangelo. Stytturnar á efri hæð eru hins vegar eftir lærisveina hans.

Nú er lokið skoðun Rómar og næst förum við um Lazio, hið forna Latinum, sem tungumálið Latína heitir eftir.

Næstu skref