14. San Marco – Santa Maria Formosa

Borgarrölt

Campo di Santa Maria Formosa

Campo di Santa Maria Formosa, Feneyjar

Campo di Santa Maria Formosa

Við yfirgefum kirkjuna og förum meðfram suðurhlið hennar, göngum yfir torgið og förum inn sundið Calle Bressane, yfir brú og síðan eftir Calle Trévisagna og beygjum svo á næsta horni til hægri eftir Calle lunga Santa Maria Formosa og komum eftir samtals 250 metra leið að torginu Campo di Santa Maria Formosa.

Eitt helzta markaðstorg Feneyja, óvenju stórt í sniðum í landþröngri borginni. Umhverfis það eru litlar verzlanir, fagrar hallir og kirkjan Santa Maria Formosa. Þótt torgið sé í næsta nágrenni Markúsartorgs, er það ekkert ferðamannalegt. Mannlífið á torginu ber með sér feneyskan hverfissvip eins og það sé heimur út af fyrir sig.

Santa Maria Formosa, Feneyjar

Santa Maria Formosa

Santa Maria Formosa

Við beinum athygli okkar að kirkjunni Santa Maria Formosa.

Hönnuð 1492, en var heila öld í byggingu, svo að hún er misjöfn að stíl. Hliðin að torginu, með bogadregnum kórbökum, er allt öðru vísi en kantaður stafninn að skurðinum. Kirkjuturninn er yngri, frá 1688, með þekktu afskræmisandliti í lágmynd.

Þekktasta listaverkið í kirkjunni er altari í syðri kór eftir Paolo il Vecchio með miðjumálverki af heilagri Barböru og hliðarmálverkum af helgum mönnum. Barbara var verndardýrlingur hermanna. Önnur málverk eftir Paolo eru í listasafninu Accademia.

Næstu skref