Þegar við komum úr safninu, höldum við beint af augum yfir Singelgracht og götuna Weteringschans.
Við höldum áfram yfir Lijnbaansgracht og síðan m
eðfram
Spiegelgracht, þar sem við erum komin inn í hverfi forngripasala. Þeir eru hér á stóru svæði við Spiegelgracht, Prinsengracht og Keizersgracht, en þekktastir og flestir eru þeir við Nieuwe Spiegelstraat, sem er í beinu framhaldi af Spiegelgracht. Á kaflanum milli Prinsengracht og Keizersgracht er einmana vínbúð innan um þrjá tugi forngripasala.
Þessi samþjöppun er einkar þægileg fyrir áhugafólk um þessi efni. Á nokkrum tugum metra er hægt að finna sérfræðinga í flestum greinum forngripasölu. Og þeir selja ekki bara hollenzka forngripi, heldur hvaða lands sem er. Fransk- og brezkættaðir hlutir eru áberandi í þessum búðum.